ÍR lagði Vestra í þriðju umferð 2. deildar karla á helginni. Jón Gísli Ström skoraði bæði mörk ÍR-inga í leiknum en Nikulás Jónsson skoraði mark Vestra á 83. mínútu. Bæði lið eru með sex stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Afturelding er á toppi deildarinnar með sjö stig.
Næsti leikur Vestra er á móti Knattspyrnufélagi Vesturbæjar og fer leikurinn fram á Torfnesvelli.