Fréttir

2. og 4.flokkur spiluðu æfingaleiki í Reykjavík

Knattspyrna | 01.03.2011 Strákarnir í 2. og 4.flokki fóru saman í æfingaferð til Reykjavíkur helgina 18.-20.febrúar sl. 2.flokkur spilaði tvo æfingaleiki í þessari ferð. Á laugardeginum spiluðu strákarnir við Fjölni og var þessi leikur spilaður í miklu roki, og tapaðist 4-0. Á sunnudeginum spiluðu strákarnir svo við Hamar frá Hveragerði og endaði leikurinn 3-3. Markaskorarar í þessum leik voru Matthias Kroknes og svo skoraði Þorgeir Jónsson 2 mörk.
4.flokkur fór með 2 lið, og spiluðu bæði liðin 2 leiki. Á laugardeginum spiluðu bæði liðin við Leikni og töpuðust báðir leikirnir. Strákarnir voru frekar ryðgaðir til að byrja með enda fyrstu leikir vetrarins, en það lagaðist þegar leið á leikina. Strákarnir sýndu fínt spil á köflum, en náðu ekki að halda leikina út.
Á sunnudeginum spiluðu bæði liðin við Gróttu og töpuðust einnig báðir leikirnir. Eins og í fyrri leikjunum sást mjög gott spil og barátta á köflum, en ekki náðu þeir að halda því út leikina. Strákarnir eru á góðri leið og er næsta verkefni þeirra Greifamót KA helgina 18.-20.mars. Deila