Fréttir

3-1 sigur á Sindra

Knattspyrna | 02.07.2016

Vestri fékk Sindra frá Hornafirði í heimsókn í 2. deild karla í dag, en fyrir leikinn voru liðin bæði um miðja deild.

Á 25 mínútu kom Ernir Bjarnason Vestra yfir en Sindri jafnaði á 45 mínútu með marki frá Þorláki Pálmasyni.

Á 50 mínútu skoraði Sergine Modou Fall fyrir Vestra og Hjalti Hermann Gíslason gulltryggði sigurinn svo með marki á 93 mínútu. 

Með sigrinum er Vestri komið upp í sjötta sæti með 11 stig en Sindri er í því fimmta með 12 stig.

Deila