4.flokkur kk BÍ/Bolungarvík tók þátt í Greifamóti KA helgina 9.-11.mars sl. BÍ/Bolungarvík sendi 2 lið til keppni þar sem 4.flokkurinn er mjög fjölmennur hjá félaginu. Um 30 strákar fóru norður og tóku þátt í mótinu fyrir hönd félagsins, þ.e. A og B-lið. Skemmst er frá því að segja að A-liðið lenti í 2.sæti á eftir Þór Ak., sem tóku efsta sætið á markatölu. A-liðið vann 5 leiki og gerði 1 jafntefli og markatöluna 11-0. B-liðið gerði 1 jafntefli og tapaði 4 leikjum og markatöluna 2-8