Fréttir

5.flokkur kvenna tók þátt í TM mótinu í Vestmannaeyjum

Knattspyrna | 11.06.2022

Stelpurnar í 5.flokki kvenna gerðu sér ferð til Vestmannaeyja og tóku þátt í TM mótinu þar. Mótið hófst seinasta fimmtudag og því lauk í dag.

Við sendum tvö lið til leiks að þessu sinni og lék hvort lið um sig 10 leiki á mótinu. Vestri 1 hafnaði í sjötta sæti í Glófaxabikarnum og Vestri 2 hafnaði í þriðja sæti í Bylgjubikarnum. 

Frábær árangur hjá stelpunum og spennandi verður að fylgjast með þeim leika í Íslandsmóti. Næsti leikur þeirra í Íslandsmóti verður á Olísvellinum sunnudaginn 19. júní klukkan 13:30 þegar við tökum á móti Knattspyrnufélagi Reykjavíkur.

Áfram Vestri!

Deila