Fréttir

6 og 7. flokkar drengja á TM mótinu í Garðabæ um sl helgi

Knattspyrna | 22.04.2024
1 af 3

Drengir í 6.-7. flokki hjá Vestra tóku þátt í TM móti Stjörnunnar í Garðabæ um sl helgi.

Drengirnir í 7. flokki spiluðu á laugardaginn og drengirnir í 6. flokki í gær, sunnudag.

Á þriðja þúsund drengir tóku samtals þátt í mótinu og má segja að TM mót Stjörnunnar sé fyrsta stórmót sumarsins fyrir yngstu iðkendurna. En mótið er haldið ár hvert fyrir iðkendur í 6.-8. flokki.

Næsta sunnudag þ.e. 28. apríl spilar 6.flokkur stúlkna á mótinu og fara Vestra stúlkurnar suður með tvö lið.

ÁFRAM VESTRI!

Deila