Stúlkurnar okkar í 6.flokk skelltu sér norður á Akureyri um helgina til að taka þátt í Goðamóti. Alls fóru stelpurnar 9, ásamt fríðu föruneyti foreldra, þjálfara og fararstjóra. Vestri sendi tvö lið til keppni og því var mikið spilað alla helgina.
Það er ekki að spyrja að því, en stelpurnar stóðu sig virkilega vel, bæði innan vallar og utan. Margar þeirra voru að fara í fyrsta skiptið á svona helgarmót og er þetta því mikil og skemmtileg upplifun.
Framtíðin er virkilega björt.
Áfram Vestri !
Deila