Fréttir

6.flokkur karla tók þátt í Goðamótinu á Akureyri

Knattspyrna | 23.03.2022
1 af 4

Drengirnir í 6.flokki karla gerðu sér ferð á Goðamótið á Akureyri liðna helgi. Þeir stóðu sig með mikilli prýði og voru sjálfum sér og Vestra til sóma.

Við sendum tvö lið til leiks að þessu sinni, sem léku í keppnum C og D liða. Vestri 1 lenti í 3. sæti í keppni C liða og Vestri 2 lenti í 20. sæti í keppni D liða.

Frábær árangur hjá strákunum sem fengu nú að reima á sig takkaskóna í fyrsta skipti í langan tíma eftir vetraræfingar inni á parketinu.

Deila