Fréttir

6.flokkur kvenna tók þátt í Goðamótinu á Akureyri

Knattspyrna | 04.04.2022
1 af 4

Stúlkurnar í 6.flokki kvenna gerðu sér ferð á Goðamótið á Akureyri liðna helgi. Þær stóðu sig hrikalega vel á mótinu og er ljóst að framtíðin er björt í kvennaknattspyrnu á Vestfjörðum.

Við sendum eitt lið til leiks að þessu sinni og lék það í keppni C liða. Liðið endaði mótið í 10. sæti.

Frábær árangur hjá stelpunum sem fengu nú að reima á sig takkaskóna í fyrsta skipti í langan tíma eftir vetraræfingar inni á parketinu.

Deila