Fréttir

Abnett og Ondo framlengja

Knattspyrna | 11.04.2013

Michael Abnett og Loic Ondo hafa báðir framlengt samning sinn til tveggja ára. Báðir spiluðu þeir með BÍ/Bolungarvík sumarið 2011 og stóðu sig mjög vel. Þetta eru góðar fréttir fyrir félagið að þessir leikmenn hafi áhuga á að skuldbinda sig til lengri tíma.

Á síðasta tímabili framlengdu Dennis Nielsen og Daniel Badu sína samninga ásamt því að í haust skrifaði Nigel Quashie undir þriggja ára samning. Vonandi verður þetta til þess að liðið haldist nánast óbreytt milli ára en miklar breytingar og óvissa í leikmannamálum hefur einkennt liðið síðustu ár.

Allir þessir fimm leikmenn hafa verið til fyrirmyndar, bæði innan vallar og utan.

Deila