Æfingaáætlun fyrir yngri flokka knattspyrnudeildar hefur verið gefin út.
Áætlunin miðast við tímabilið frá 04. júní til og með 18. ágúst 2024.
Ætlunin er að vera með eina æfingu á viku í öllum flokkum á Skeiðisvelli í Bolungarvík en aðrar æfingar fara fram á æfingavellinum á Torfnesi.
Við þessa áætlun munu bætast við sérstakar markmannsæfingar og verða þær gefnar út fljótlega. Markmannsþjálfari verður Brentton Muhammad.
Tæplega 40 iðkendur í 3.-5. flokki hafa nú í maí tekið þátt í fyrstu morgunakademíu Vestra. Æfingar hafa fram farið tvisvar í viku kl. 06.15-07.15 og eftir þær boðið upp á morgunmat áður en börnin og ungmennin hafa svo farið í skólann.
Í júlí verður svo knattspyrnuskóli fyrir iðkendur í 6.-7. flokki og er skráning í fullum gangi og fer fram hér
ÁFRAM VESTRI
Deila