Fréttir

Æfingar í fullum gangi hjá yngri flokkum Vestra í knattspyrnu.

Knattspyrna | 29.01.2024

Allar æfingar hafa gengið vel hjá yngri flokkum Vestra í knattspyrnu.

Æfingarnar fara fram á gervigrasvellinum á Torfnesi, íþróttahúsinu á Torfnesi, íþróttahúsinu á Austurvegi, íþróttahúsinu í Bolungarvík og í sjálfu vallarhúsinu á Torfnesi. 

Þannig að æft er á fimm stöðum.

Þetta er það sem þarf til að halda úti því æfingamagni og gæðum sem við viljum gera.

Nú erum við að klára okkar fjórða mánuð í að æfa eftir nýrri æfinga og kennsluáætlun Vestra.  Verður að segjast eins og er að þjálfarar Vestra eiga sannarlega hrós skilið fyrir sína vinnu.   Það er eitt að vera með góða áætlun og æfingar á blaði og annað að framkvæma! Við sjáum það líka á leikmönnum að framfarir eru strax farnar að koma fram og það gefur aukna orku í starfið.

Nú höldum við áfram sem leið liggur með velferð Vestra að leiðarljósi(hraði, hæfni, hreysti, hugur og hyggja).

ÁFRAM VESTRI

 

Deila