Fréttir

Áfram Ísland !

Knattspyrna | 02.06.2022

Framundan tveir leikir hjá A landsliði karla á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni – gegn Albaníu 6. júní og gegn Ísrael 13. júní.  Eins og við öll vitum þá munar um öfluga hvatningu stuðningsmanna á leikjum sem þessum.  KSÍ leitar því til ykkar með það að markmiði að ykkar iðkendur séu hvattir til að koma á landsleikina til að horfa á og styðja þetta unga og efnilega landslið okkar í þessum tveimur leikjum.

50% afsláttur er af miðaverði til þeirra sem eru yngri en 16 ára, einnig ef að stærri hópar eru að skella sér saman t.d. lið með þjálfara/fararstjóra þá er sjálfsagt að hafa samband við skrifstofa@ksi.is með að fá aðstoð við miðakaup þannig hópurinn geti setið saman og eins getum við þá boðið einstaka tilboð til stærri hópa. Aðgangur er ókeypis fyrir 1 fullorðinn fylgdarmann með hverjum 10 iðkendum.

 

Með von um að sjá sem flesta á Laugardalsvelli næstu tvö mánudagskvöld.  – Áfram Ísland!

 

Deila