Spánverjinn, Alejandro Berenguer Munoz (Alex), er kominn til Bí/Bolungarvíkur og mun spila með liðinu gegn Fylki í Lengjubikarnum á laugardag á Torfnesvelli. Í kjölfarið er líklegt að hann semji við félagið.
Tímabilið 2010/2011 var Alex á mála hjá Hercules í Alicante þegar liðið lék í spænsku úrvalsdeildinni.
Hann var meðal annars á bekknum í sex leikjum hjá liðinu í úrvalsdeildinni það tímabil en á meðal leikmanna liðsins þá var David Trezeguet fyrrum framherji Juventus.
Undanfarin tvö tímabil hefur Alex síðan verið á mála hjá Denia í spænsku þriðju deildinni en hann lék einnig með Alicante CF og Jove Espanol í yngri flokkunum.
Deila