Fréttir

Álftanes 2-0 BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 24.06.2013

1-0 Theodóra Dís Agnarsdóttir ('56) 
2-0 Theodóra Dís Agnarsdóttir ('61) 

Álftanes heldur sigurgöngu sinni áfram en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og situr í 3.sæti A-riðils á eftir ÍA og Fylki. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Theodóru Dís Agnarsdóttur að skora tvívegis fyrir Álftanes. Í fyrra markinu komst hún ein inn fyrir og kláraði vel og síðara markið skoraði hún með fínu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf. 

Frétt frá Fótbolta.net

Deila