Fréttir

Andrew J. Pew semur um að vera spilandi aðstoðarþjálfari

Knattspyrna | 28.10.2017
Samúel og Andrew skrifa undir samninginn
Samúel og Andrew skrifa undir samninginn

Knattspyrnudeild Vestra hefur samið við Andrew James Pew um að vera spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

Andrew kemur til Vestra frá Selfossi þar sem hann hefur spilað síðastliðin ár við góðan orðstír í Inkasso deildinni. Andy kom fyrst til landsins árið 2006 og á að baki 179 leiki á Íslandi og í þeim náð að skora 10 mörk.

Andrew er hávaxinn hafsent og mun koma til með að styrkja varnarleikinn vel, enda gríðarlega reynslumikill leikmaður.

Stjórn meistaraflokksráðs lýsir yfir mikilli ánægju með það þjálfarateymi sem hefur verið samið við og ætlumst við til mikils af þessum reynslumiklu mönnum, en stefnan er klárlega sett á að taka næsta skref og gera atlögu að sæti í Inkasso.

Deila