Fréttir

Andri Rúnar framlengir við BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 05.12.2011 Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason hefur gert nýjan þriggja ára samning við BÍ/Bolungarvík sem hann hefur leikið með allan sinn feril.

 

Andri Rúnar hefur þá einnig fengið það samþykkt hjá félaginu að hann hætti að leika í keppnistreyju númer 7 og verði hér eftir númer 9.

 

Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall hefur Andri Rúnar leikið með meistaraflokki síðan sumarið 2005 þegar hann lék einn leik með UMFB í 3. deildinni. Síðan þá hefur hann farið með liðinu upp í 1. deildina þar sem það lék í sumar og náði sínum besta árangri í bikarnum með því að komast í undanúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Íslands- og bikarmeisturum KR.

 

Hann hefur skorað 52 mörk í 105 leikjum fyrir liðið. BÍ/Bolungarvík endaði í 6. sæti 1. deildar í sumar.

Deila