Aurélien Norest, eða Frenchy eins og við þekkjum hann flest, hefur skrifað undir samning við Vestra og er því kominn aftur heim.
Frenchy spilaði fyrir Vestra árin 2016 og 2017 og náði þar 45 leikjum í deild og bikar. Þaðan hélt leiðin til Umea í sænsku 1. deildinni þar sem hann spilaði við góðan orðstír í 3 ár.
En eins og áður sagði, þá kölluðu firðirnar aftur í okkar mann og er hann mættur vestur í faðm fjalla blárra.
Velkominn heim Frenchy!