Fréttir

BÍ/Bolungarvík - Afturelding

Knattspyrna | 18.06.2010

BÍ/Bolungarvík tekur á móti Aftureldingu frá Mosfellsbæ á morgun, laugardaginn 19. júní kl. 15:00 á Skeiðisvelli. BÍ/Bolungarvík hefur leikið fimm leiki, unnið fjóra þeirra og gert eitt jafntefli. Liðið hefur haldið hreinu í sjö leikjum(5 í deild og 2 í bikar) sem gera 630. mínútur. Afturelding féll úr 1. deildinni á seinustu leiktíð og liðin mættust hér fyrir vestan í vor í deildarbikarnum. Þar höfðum við sanngjarnan sigur, 3-0. Afturelding er sem stendur í 9. sæti með tvo sigra og þrjú töp en á þennan leik til góða á önnur lið.

Mætum á völlinn og hvetjum liðið áfram í toppbaráttu 2. deildar.

Deila