BÍ/Bolungarvík tekur á móti Völsungi í 32-liða úrslitum í Visa-Bikar á Torfnesvelli annað kvöld kl.19:15. Liðin mættust fyrir mánuði síðan í undanúrslitum Lengjubikarsins þar sem Völsungur sigraði mjög ósanngjarnt 0-1 í framlengdum leik. Síðan þá hefur Robbi haldið markinu hreinu, frá seinustu tíu mínútunum í leiknum við Völsung fram yfir þriðju umferð í 2.deild. Þarna inn á milli er einnig bikarleikur í 2. umferð Visa-Bikarsins við Höfrung en samtals gera þetta 370 mínútur.
Völsungur sigruðu Dalvík/Reyni 2-1 í 2. umferð í bikar en verma næst neðsta sæti 2. deildar með eitt jafntefli og tvö töp. Fólk er hvatt til að mæta á Torfnesvöll og hvetja liðið áfram, það væri snilldin ein ef við náum að landa sigri og dragast á móti stórliði í 16-liða úrslitum.
Fyrir fólk sem ekki kemst á leikinn eða er statt annars staðar á landinu þá verður reynt að uppfæra stöðuna eins fljótt og hægt er á facebook síðu BÍ/Bolungarvíkur.
Deila