BÍ/Bolungarvík 6 - 4 Reynir S.
0-1 Gunnar Wigelund ('67)
1-1 Alexander Veigar Þórarinsson ('73)
2-1 Max Touloute ('78)
2-2 Björn Ingvar Björnsson ('90)
3-2 Alexander Veigar Þórarinsson ('95)
3-3 Egill Jóhannsson ('107, víti)
Vítaspyrnukeppni:
3-3 Bjarki Pétursson ver frá Agli Jóhannssyni
4-3 Nigel Quashie skorar
4-3 Bjarki ver frá Birni Ingvari Björnssyni
5-3 Ben Everson skorar
5-4 Ásgrímur Gunnarsson
6-4 Dennis Nielsen skorar
6-4 Hannes Kristinn Kristinsson skýtur yfir
Í kvöld tóku leikmenn Bí/Bolungarvíkur á móti Reyni Sandgerði í æsispennandi leik á gervigrasvellinum við Torfnes, á Ísafirði. Tveir lykilmenn voru fjarverandi í liði Bí/Bolungarvíkur en þeir Sigurgeir Gíslason og markvörðurinn Alejandro Munoz tóku út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik gegn Grindavík.
Fyrri hálfleikurinn þótti ekki skemmtilegur að horfa á. BÍ/Bolungarvík sótti meira á Reynismenn en vörn gestanna stóð vaktina vel.
Reynismenn áttu þó tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik þegar sóknarmaður þeirra komst í gegn en náði ekki að klára færið sitt en Bjarki markvörður heimamanna lokaði markinu vel í bæði skiptin.
Hafsteinn Rúnar Helgason átti stórgóðan leik hjá Bí/Bolungarvík og átti hann ótalmarga góðar fyrirgjafir inn á teig Reynismanna, en það vantaði oft sóknarmann til þess að koma boltanum inn.
Vörn heimamanna var tvístígandi í fyrri hálfleik og bar mikið á mistökum þar, en skyndisóknir Reynismanna reyndust hættulegar oft á tíðum. Dómari leiksins var Halldór Breiðfjörð og átti hann ekki sinn besta leik í kvöld, en stóð sína plikt ágætlega.
Á 67. mínútu dró til tíðinda en Gunnar Wiegelund komst á milli hafsenta BÍ/Bolungarvíkur og kláraði hann færið sitt snyrtilega í gegnum klofið á Bjarka Péturssyni og Reynismenn komust yfir.
Sex mínútum síðar átti Hafsteinn Rúnar gullfallegann kross inn á Alexander Veigar sem stangaði hann beint í netið og jafnaði metin fyrir heimamenn staðan orðin 1-1. Max Touloute kom Bí síðan í 2-1 eftir sendingu frá Matthíasi Króknes af endalínunni. Allt leit út fyrir að sigur heimamanna væri í höfn en Bí/Bolungarvik hélt þó áfram að sækja framarlega á völlinn og voru óheppnir að bæta ekki við fleiri mörkum.
Á lokamínútum venjulegs leiktíma kom svo langur bolti frá vallarhelmingi Reynismanna inn fyrir vörn Bí/Bolungarvíkur og átti Loic Ondo í vandræðum með boltann, og eftir harða baráttu náði Björn Ingvar Björnsson boltanum og náði að setja hann á markið og jafna leikinn í stöðunni 2-2 og þurfti að blása til framlengingar.
Bæði Atli Eðvaldsson og Jörundur Áki höfðu klárað skiptingarnar sínar í venjulegum leiktíma og ungar og ferskar lappir því komnar inn í leikinn. Eftir einungis 5 mínútur tókst Alexander Veigari að setja boltann niðri í fjærhornið framhjá Aroni Elís í markinu hjá Reynismönnum og mikill fögnuður átti sér stað í stúkunni.
Fyrri hálfleikur framlengingarinnar var spennandi en heimamenn áttu að minnsta kosti tvö góð færi. Snemma í seinni framlengingarhálfleiknum var Loic Ondo uppvís af því að brjóta á leikmanni Reynis inni í eigin teig og því víti réttilega dæmt. Egill Jóhannsson steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi og Reynismenn jafna öðru sinni í leiknum.
Eftir 120 mínútur spilaðar var komið að vítaspyrnukeppni, þar sem mikið mæddi á markvörðum liðanna, en Bjarki Pétursson sýndi hvað í sér bjó og varði fyrstu tvær spyrnur Reynismanna.
Úrslitin fóru þannig að Nigel Quashie, Ben Everson og Dennis Nielsen nýttu allir sínar spyrnur en Ásgrímur Gunnarsson var eini aðilinn sem að nýtti sína spyrnu og því voru lokatölur leiksins 6-4.
Maður leiksins var að öllum líkindum Hafsteinn Rúnar Helgason sem hóf ferilinn hjá Reyni Sandgerði.
Deila