Fréttir

BÍ/Bolungarvík gerði góða ferð norður

Knattspyrna | 09.08.2010 BÍ/Bolungarvík héldu uppteknum hætti á útivelli og lögðu lið KS/Leifturs á Siglufjarðarvelli síðastliðinn föstudag. Jónmundur Grétarsson skoraði eina mark leiksins þegar um tíu mínútur voru eftir en þetta var hans fjórða mark í tveimur leikjum fyrir félagið síðan hann kom frá Haukum í júlí. Gunnlaugur Jónasson hafði nokkrum mínútum áður fengið að líta rauða spjaldið ásamt því að Samúel S. Samúelsson liðsstjóri var rekinn af bekknum á 90. mínútu. Samkvæmt heimildum bibol.is átti dómarinn mjög slakan leik, rauða spjaldið á Gulla var mjög ósanngjarnt og Róbert Örn átti mjög góðan leik í markinu.

Næsti leikur liðsins er gegn Hamri á þriðjudaginn kl. 19 á Torfnesvelli. Deila