Fréttir

Bjarni Jóhannsson ráðinn þjálfari meistaraflokks Vestra í knattspyrnu

Knattspyrna | 07.10.2017
Samúel og Bjarni skrifa undir samning á hótel Ísafirði.
Samúel og Bjarni skrifa undir samning á hótel Ísafirði.

Knattspyrnudeild Vestra kynnir ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks.

Nú rétt í þessu á hótel Ísafirði skrifuðu Samúel "Sammi" Samúelsson og Bjarni Jóhannsson undir samning um þjálfun meistaraflokks Vestra til næstu þriggja ára.

Bjarna þarf vart að kynna en hann er búinn að vera í þjálfun frá 1992. Meðal liða sem Bjarni hefur þjálfað eru Stjarnan, Breiðablik, KA og ÍBV.

Til gamans má geta að Bjarni spilaði hérna fyrir vestan 1982 og 1983 og skoraði eitt mark fyrir okkar menn.

Knattspyrnudeild Vestra er gríðarlega ánægt með þessa ráðningu og væntum við mikils af liðinum á komandi sumri undir handleiðslu Bjarna og teljum við þessa ráðningu sýna þann metnað sem deildin hefur.

 

Deila