Fréttir

Björgvin Stefánsson í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 07.11.2013

Hinn 19 ára gamli, Björgvin Stefánsson, hefur gengið til liðs við BÍ/Bolungarvík frá Haukum. Björgvin hefur leikið 56 leiki með meistaraflokki Hauka og skorað í þeim 8 mörk á síðustu tveimur árum. Í sumar skoraði Björgvin 20 mörk í 16 leikjum með 2.flokki Hauka og var markahæstur. Þar að auki á hann sex landsleiki fyrir U19 ára lið Íslands.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með þessi félagaskipti. Liðið bindur miklar vonir við Björgvin enda mjög efnilegur leikmaður sem á eflaust eftir að setja mark sitt á komandi tímabil.

Deila