Leikmennirnir Deniz Yaldir og Rafael Broetto hafa báðir óskað eftir að losna undan samning við félagið. Stjórn Vestra hefur orðið að þeirri beiðni. Báðir spiluðu megnið af leikjunum í sumar og áttu stóran þátt í því að tryggja liðinu sæti í Bestu deildinni að ári. Stjórn Vestra vill þakka þeim kærlega fyrir sitt framlag og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Einnig hefur Brenton Muhammed látið af störfum sem markmannsþjálfari meistaraflokks karla. Brenton er frábær karakter og hæfileikaríkur þjálfari sem hefur verið stór partur af hópnum síðastliðin 5 ár, bæði sem leikmaður og þjálfari. Við þökkum Brenton kærlega fyrir sitt framlag til klúbbsins og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.
Deila