Boltafélag Ísafjarðar hefur ákveðið að hefja samstarf við Hafnarbúðina á Ísafirði.
Félagið boðar nú iðkendur sína í búningamátun, þar sem á að fá nýja keppnisbúninga. Haldið verður áfram samstarf við Hummel og verða búningarnir teknir í gegnum Hafnarbúðina, sem er komin með umboð fyrir Hummel.
Haldið verður áfram með það fyrirkomulag að hver iðkandi kaupi og eignist sinn keppnisbúning!! Verðið á keppnissettinu verður haldið í lágmarki og verður 5.500kr( langerma keppnistreyja, stuttbuxur og sokkar). Einnig er hægt að bæta við inn í settið stutterma keppnistreyju.
Búningamátunin fer fram á opnunartíma Hafnarbúðarinnar vikuna 29.apríl-3.maí. Sömu viku verður Hafnarbúðin með 30% afslátt af fótboltaskóm.