Fréttir

Chechu Meneses til liðs við Vestra

Knattspyrna | 09.11.2020
Meneses skrifar undir samning við Vestra
Meneses skrifar undir samning við Vestra

Miðvörðurinn öflugi, Chechu Meneses, er genginn til liðs við Vestra.

Meneses, sem er 25 ára spánverji, spilaði hér á landi með Leikni Fáskrúðsfirði á síðasta tímabili, skoraði hann 5 mörk í 12 leikjum.

Meneses er eins og áður sagði miðvörður að upplagi, en getur líka spilað sem djúpur miðjumaður eða vinstri bak.

Okkur hlakkar til að sjá Meneses í Vestra búningnum, en hann er væntanlegur til landsins í febrúar.

Áfram Vestri!


Deila