Knattspyrna | 28.02.2011
Skotinn Colin Marshall mun vera á reynslu hjá BÍ/Bolungarvík næstu daga. Colin er 26 ára gamall miðjumaður og lék síðast með Crevillente Deportivo í spænsku þriðju deildinni. Colin var í unglingakademíu Aston Villa og vann þar meðal annars bikarkeppni unglingaliða árið 2002.
Síðan þá hefur hann spilað með mörgum félögum - Clyde, St. Johnstone, Falkirk, Airdrie United, Stranraer, Dundee, Forfar og Tiverton Town í heimalandi sínu.
Marshall verður til skoðunar hjá BÍ/Bolungarvík næstu dagana og ef hann stendur sig vel er möguleiki á að hann leiki með liðinu í fyrstu deildinni í sumar.