Vestri og FH hafa náð samkomulagi um það að Daði Freyr spili með Vestra í 2. deildinni í sumar.
Daði er ungur og efnilegur markmaður, eins og flestir sem fylgjast með Vestra ættu að vita, en hann stóð í markinu hjá okkur á síðasta tímabili.
Daði var á síðasta tímabili valinn leikmaður tímabilsins af leikmönnum og væntum við mikils af honum í baráttu deildarinnar þetta sumarið.
Áfram Vestri!
Deila