Fréttir

Daníel Agnar og Daniel Badu framlengja til 2020

Knattspyrna | 17.10.2018
1 af 3

Nú á dögunum skrifuðu þeir Daníel Agnar og Daniel Badu undir framlengingu á samningum sínum, en eftir undirskriftina eru þeir báðir samningsbundnir Vestra út tímabilið 2020. Það er okkur mikil ánægja að strákarnir hafi framlengt og ætlumst við til mikils af þeim báðum á komandi tímabili.

Stefnt er að því að klára samninga við leikmenn á næstu dögum og vikum og fara á fullt í að gera liðið tilbúið fyrir næsta timabil, en keppnin um sæti í Inkasso verður, sem áður, gríðarlega hörð.

Áfram Vestri!

Deila