Fréttir

David Fernandez Hidalgo til liðs við Vestra

Knattspyrna | 19.11.2020
Hidalgo og Nacho á góðri stundu
Hidalgo og Nacho á góðri stundu

Vestri hefur gengið frá samning við hinn 27 ára gamla David Fernandez Hidalgo.

Hidalgo, sem er fæddur á spáni, kemur til okkar frá Leikni Fáskrúðsfirði, þar sem hann spilaði síðasta sumar.

Lék hann 17 leiki og skoraði 1 mark á síðustu leiktíð fyrir Leikni, en hann getur spilað á miðju og kannti.

Hidalgo og Nacho Gil spiluðu hjá sama liði á Spáni og segja gárungarnir að þeir séu mjög svipaðir að gæðum.

Við bjóðum Hidalgo velkominn og hlökkum til að sjá hann í bláu treyjunni.

Áfram Vestri!

Deila