Elísa Viðarsdóttir fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og næringarfræðingur verður með fyrirlestur í vallarhúsinu á Torfnesi fyrir leikmenn og foreldra í 2.-4. flokki í kvöld kl. 20.30.
Elísa er með BSc gráðu í Næringarfræði og MSc gráðu í næringar- og matvælafræði auk þess gaf hún út bókina Næringin skapar meistarann árið 2021. Elísa hefur mikla reynslu úr íþróttum þar sem hún hefur spilað fjöldann allan af landsleikjum fyrir Íslands hönd ásamt því að hafa spilað erlendis og verið fyrirliði í Íslandsmeistaraliði Vals.
Elísa hefur mikla reynslu á sviði næringar. Elísa hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir eintaklinga, fyrirtæki og íþróttafélög. Elísa brennur fyrir að hjálpa fólki að ná tökum á næringunni með heilbrigðum hætti.