Elmar Atli, fyrirliðinn okkar, ásamt Pétri Bjarnasyni skrifuðu undir nú á dögunum.
Um er að ræða 2 ára framlengingu á samningi sínum og eru strákarnir því samningsbundnir Vestra lok árs 2020.
Báðir þessir strákar eru liðinu gríðarlega mikilvægir, en eins og áður sagði er Elmar fyrirliðinn okkar, ásamt Andy skipaði hann gríðarlega þétt tvíeyki í hjarta varnarinnar í sumar og héldum við hreinu 13 sinnum.
Á hinum enda vallarins skoraði Pétur 14 mörk í deild og leiddi sóknarleikinn okkar s.l. sumar.
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna um framlengingu hjá þessum tveimur frábæru drengjum.
Áfram Vestri!
Deila