Leikmaður Vestra, Þórður Gunnar Hafþórsson, var kallaður til æfinga með U-17 landsliði Íslands milli jóla og nýárs. Þar var um undirbúning fyrir æfingamót í Minsk í Hvíta-Rússlandi að ræða en það mun fara fram í lok þessa mánaðar. Þetta er ekki í fyrst skipti sem Þórður er kallaður til þetta árið því nú þegar hefur hann farið í þrennar æfingabúðir og á tvö mót með landsliðinu: Norðurlandamótið sem haldið var hér á landi í ágúst og svo á undankeppni EM sem haldið var í Finnlandi.
Deila