Sergine Modou Fall, sem við þekkjum öll, hefur ákveðið að koma aftur "heim" til Vestra og spila með liðinu í sumar.
Fall, var eins og margir vita, hjá Vestra tímabilin 2015 og 2016 við góðan orðstír áður en hann gekk til liðs við ÍR.
Fall á að baki 20 leiki fyrir félagið okkar og skorað í þeim 8 mörk.
Við bjóðum Fall velkominn til baka og hlökkum til að sjá hann spila í sumar með liðinu.
Áfram Vestri!
Deila