Fréttir

Forvarnarátak ÍSÍ gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum

Knattspyrna | 14.03.2014

Mánudaginn 17. mars kl. 16.30 stendur HSV fyrir fundi í Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði sem er liður í forvarnarátaki ÍSÍ gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. Erindi fundarins verður í höndum Hafdísar Hinriksdótturn, íþróttakonu og meistaranema í félagsfræði, en Hafdís hefur verið vinna efni, í samvinnu við ÍSÍ, sem fjallar um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum. 

 

Það er gríðalega mikilvægt að allir þjálfarar og aðilar sem á einn eða annan hátt eru að vinna með börnum og unglingum í hreyfingunni taki frá tíma á mánudag og hlýði á erindið og taki þannig á ábyrgan hátt þátt í þessari baráttu. Erindið er bæði upplýsandi, fróðlegt og skemmtileg og á eftir verður boðið upp á kaffi, meðlæti og umræður um efnið.

 

Hér má finna slóð þar hægt er að nálgast fræðslubækling um þetta efni.

 

Hér er hægt að finna viðtal við Hafdísi Hinriksdóttur þar sem hún fjallar örstutt um erindið sitt.

Deila