Nú í lok júlí var haldið hið árlega stórmót Rey Cup í Reykjavík. Vestri sendi fjögur lið til leiks, tvö kvenna lið og tvö karla lið.
Það er skemmst frá því að segja að öll liðin stóðu sig með stakri prýði og voru félaginu til sóma í einu og öllu.
3.fl.kvenna lenti í 6. sæti í a-liða keppni og 4.fl.kvenna lenti í 6. sæti í b-liða keppni.
3.fl. karla lenti í 3. sæti í b-liða keppni og drengirnir í 4.fl. gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn riðil í b-liða keppni og komu því heim með bikarinn.
Frábær frammistaða hjá öllum liðum sem voru til fyrirmyndar á mótinu. Ekki má gleyma að tala um þjálfara Vestra, foreldra, fararstjóra og sjálfboðaliða sem stóðu sig virkilega vel í öllum þeirra verkefnum. Án þessa hóps væri félagið snautt.
Við óskum öllum þessum flottu iðkendum til hamingju með árangurinn, það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Áfram Vestri !
Deila