Stelpurnar í BÍ/Bolungarvík tóku á móti Fram í dag og þrátt fyrir 0-4 tap eru greinilegar framfarir hjá liðinu og var haft eftir þjálfara gestanna Agli Þórarinssyni að þetta hafi verið erfiðasti leikur þeirra í sumar. Munur liðanna í dag var stórleikur Maríu Rós Arngrímsdóttur en hún setti í rándýra þrennu (20-65 og 92 mín) og Dagmar Ýr Arnarsdóttir skoraði fjórða mark Fram eftir glæsilega sendingu frá Maríu Rós.
Það eru miklar og merkjanlegar framfarir hjá stelpunum okkar og þegar þær fá meiri leikreynslu vitum við að þær munu þokast upp töfluna.
Stelpurnar okkar voru mjög góðar í fyrri hálfleik og settu pressu á Fram og sköpuðu sér góð færi, en eftir að Fram skoraði annað markið á 65 mínútu fóru þær að gefa eftir, en gáfust aldrei upp og það má segja að við höfum fengi tvö ódýr mörk á okkur, en hin voru verðskulduð. En mörkin segja ekki alla söguna hér ídag eins og kom fram hjá þjálfara gestana.
Jónas þjálfari BÍ/Bol var ánægður heilt yfir og hrósaði stelpunum fyrir mjög góðan fyrri hálfleik , en viðurkenndi að þær hafi gefið gestunum og mikið pláss til að athafna sig í þeim síðari.
Að mati KFÍ-TV var dómari leiksins ekki samkvæmur sjálfum sér í dómum og fengu stúlkurnar okkar engan afslátt þar á bæ og uppskáru þær Marilia og Talita gul spjöld og þar af fékk Talita að sjá gult og rautt fyrir litlar sakir á 93 mínútu sem hefði átt að vera í mesta lagi gult og hafði engin áhrif á leikinn.
En skemmtilegur dagur eigi að síður þar sem sjáanlegar eru miklar framfarir hjá ungu liði BÍ/Bolungarvíkur og gaman að sjá hve margir mæta í brekkuna og styðja þær áfram.
Samba stúlkurnar frá Brasilíu voru fínar í dag sem og Silja sem var sterk í vörninni. En það er samt mikill stígandi í liðinu og gaman að sjá Regínu, Sigrúnu og Helgu Guðrúnu þegar þær komast á sprettinn, þær skapa oft mikinn usla. Thelma og Margrét eru að stíga upp og læra meira með hverjum leik og þurftu að taka á honum stóra sínum ansi oft í tæklingum. Kristín varði margoft glæsilega og hafði nóg að gera á heimili sínu, og ekkert við hana að sakast í mörkunum. Sem sagt í heildina séð fín spilamennska og ekkert nema framfarir.
Næsti leikur hjá stelpunum er 23.júní kl.12.00 á Skeiðisvelli í Bolungarvík og skorum við að alla að mæta og hvetja liðið okkar Vestanmanna áfram.
Deila