Fréttir

Frestun á herrakvöldi

Knattspyrna | 13.07.2021

Vegna aðstæðna hjá félaginu, þar sem öll okkar vinna fer nú í leit að nýjum aðalþjálfara, þurfum við því miður að fresta herrakvöldinu enn um sinn.

Herrakvöldið er stærsta einstaka fjáröflun deildarinnar á hverju ári og viljum við, eins og áður, setja mikla vinnu í það. Frestun finnst okkur því betri en að vinna að þessum tveimur stóru verkefnum á sama tíma.

Allir þeir sem höfðu pantað miða munu fá endurgreitt í dag.

Hlökkum til að sjá ykkur þegar ný dagsetning hefur verið ákveðin.

Áfram Vestri!

Deila