Þar sem nýjar sóttvarnarreglur geta um að 50 manns megi koma saman, þá hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta herrakvöldi Vestra, sem átti að vera þann 15. maí.
Um leið og takmarkanir leyfa, þá munum við gefa út nýja dagsetningu.
Einnig hefur fyrsti heimaleikur tímabilsins verður færður suður, en Olísvöllurinn er ekki tilbúinn strax fyrir átök sumarsins og samþykktur Þróttarar að spila þennan leik á þeirra heimavelli og við fáum þá okkar heimaleik seinna í sumar.
Næsti leikur á Olísvellinum er gegn Grindavík þann 28. maí og gerum við ráð fyrir því að hann verði iðagrænn og tilbúinn þegar að þeim leik kemur.