KSÍ stendur fyrir súpufundi föstudaginn 21. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ frá 12.00-13.00. Aðgangur er frír og súpa og brauð í boði fyrir fundargesti.
Fyrirlesturinn er byggður upp sem fræðsluefni þar sem m.a er farið í birtingarmyndir kynferðislegs ofbeldis, mikilvægi siðareglna sem leiðavísi um hvað sé í lagi og hvað ekki, aðstæður sem þjálfarar ættu að varast ásamt fleiru. Tilgangurinn er að fólk sé meðvitað, því sé veitt ákveðin verkfæri til að takast á við aðstæður og síðast en ekki síst að það viti hvaða merkjum þurfi að líta eftir. Fyrirlesturinn er bæði fræðandi og skemmtilegur.
Fyrirlesari er Hafdís Inga Hinriksdóttir, en hún spilaði handbolta frá 5 ára aldri, spilaði með öllum landsliðum HSÍ og var atvinnumaður með GOG og vann brons í sterkustu deild heimsins með þeim.
Hafdís er með BA próf í félagsráðgjöf en sem lokaverkefni gerði hún litla rannsókn um kynferðislegt ofbeldi innan íþrótta þar sem hún skoðaði m.a siðareglur og verkferla hjá tveimur félögum. Markmiðið var að skoða hvort félögin hefðu siðareglur og verkferla sem unnið væri eftir en rætt var við nokkra þjálfara í hvoru félagi þar sem þeir voru m.a. spurðir hvort þeir þekktu til þeirra gagna. Niðurstöðurnar voru sláandi.
Áhugsamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is.
Tilvalið fyrir alla þá sem eru á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu og hafa áhuga á málefninu.