Fyrsti heimaleikur tímabilsins hjá meistaraflokki kvenna og líka fyrsti heimaleikur hjá kvennaliði í meistaraflokki Vestra frá upphafi fer fram á morgun laugardag 18. maí. Hefst leikurinn kl. 16.00 og er gegn ÍH frá Hafnarfirði.
Frítt er á leikinn í boði Vestfirskra Verkataka.
Hvetjum við fólk til að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á liðinu.
Það verður reyndar nóg um að vera á morgun laugardag því að auki spila 5. & 3. flokkur drengja sína fyrstu heimaleiki.
5. flokkur hefur daginn með tveimur leikjum við Reyni/Víði. Hefjast leikirnir annarsvegar kl. 12.00 og hinsvegar kl. 13.15.
Meistaraflokkur kvenna er svo eins og áður segir kl. 16.00 og drengirnir í 3. flokki leika svo gegn FH/ÍH kl. 18.00.
Allir leikirnir fara að sjálfsögu fram á KERICISVELLINUM.
Rétt er svo að minna á leik Vestra og Víkings R. í Bestu deild karla sem fram fer annan í hvítasunnu þ.e. mánudaginn 20. maí á AVIS vellinum í Reykjavík. Hefjast leikar þar kl. 14.00.
ÁFRAM VESTRI