Fyrsti leikur BÍ/Bolungarvíkur í 2. deild er á morgun, laugardag. Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 14. Samkvæmt heimildum bibol.is ætti hópurinn að vera fullmannaður en möguleiki er á því að einn til tveir leikmenn sem hafa átt við meiðsli að stríða á undirbúningstímabilinu byrji á bekknum. Okkar menn eiga pantað flug í fyrramálið en eins og flestir vita þá var öllu flugi til Ísafjarðar aflýst í dag.
Búið er að setja inn alla leiki maí mánaðar inn í dagatalið hér til hliðar.