Fréttir

Grindavík - BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 21.03.2011 Grindavík 2-0  BÍ/Bolungarvík
1-0 Michal Pospisil '37
2-0 Matthías Friðriksson '79

Byrjunarliðið:
Þórður - Sigurgeir, Atli, Ondo, Sigþór - Haffi, Gunnar, Colin, Alexander, Sölvi - Andri
Varamenn:
Ásgeir, Matti, Birkir, Jónmundur, Óttar og Nikulás

BÍ/Bolungarvík mætti Grindavík síðastliðinn laugardag í Reykjaneshöllinni. Birkir kom aftur hinn í hópinn en hann var fjarverandi í síðasta leik. Goran vantar nokkuð upp á að vera kominn á fulla ferð en Zoran er ekki ennþá kominn til landsins.

UMFG byrjuðu leikinn mjög ákveðið og voru meira með boltann. Þeim gekk þó illa að skapa sér góð marktækifæri gegn þéttri vörn okkar manna. Við náðum ekki eins góðum sóknum í þessum leik líkt og á móti Haukum og Stjörnunni. Vorum klaufar oft á tíðum að halda boltanum ekki betur. UMFG komust yfir um tíu mínútum fyrir hálfleik. Við vorum í sókn eftir aukaspyrnu sem við settum í teiginn, Andri á sendingu út í teiginn en beint á andstæðing. Þeir nýta sér það vel með fallegri skyndisókn sem endar með fyrirgjöf frá hægri þar sem framherji UMFG á ekki í vandræðum með að renna boltanum yfir marklínuna. Við áttum 2-3 sénsa á að stoppa sóknina með broti. Alexander átti besta færi okkar en skot hans frá markteig hafnaði í varnarmanni. Staðan 1-0 í hálfleik.

Birkir og Jónmundur komu inn á í hálfleik fyrir Sigþór og Sölva. Birkir fór á miðjuna og Haffi færði sig í bakvörð. Jónmundur fór fram en Andri færði sig á kantinn í staðinn fyrir Sölva. Í seinni hálfleik var svipað upp á teningnum, UMFG meira með boltann en lítið um færi. Þegar leið á leikinn fórum við samt að fá fleiri sénsa fram á við en náum ekki að gera neitt marktækt úr þeim. Óttar kemur inn á fyrir Colin og Matti inn á fyrir Andra. Grindavík bætir síðan við marki eftir sókn hjá okkur, menn út úr stöðum og skot hægra megin í teignum hafnar í markinu. Í lokin hefðum við hæglega geta skorað eftir að tvær hornspyrnur eru varðar á línu. 2-0 tap gegn Grindavík staðreynd.


Deila