Knattspyrna | 01.11.2010
BÍ/Bolungarvík tók á móti Gróttu á Seltjarnarnesi síðastliðinn laugardagsmorgun. Hluti af hópnum sem er fyrir vestan gerði sér ferð í bæinn til að spila leikinn og ná einni æfingu á sunnudeginum með Guðjóni. Það var heiðskýrt en mjög hvasst á Gróttuvelli og byrjuðu við á móti vindi. Sex nýir leikmenn hafa verið að æfa með liðinu að undanförnu og tóku fimm þeirra þátt í æfingarleiknum.
Byrjunarliðið var þannig skipað:
Róbert - Haffi,
Atli Guðjónsson, Sigurgeir, Sigþór - Pétur Run, Gunnar Már,
Sölvi Gylfason - Óttar, Matti, Andri
Á bekknum voru Ásgeir Guðmunds, Pétur Geir,
Vilhjálmur Darri Einarsson,
Leó Daðason,
Arnþór Ingi Kristinsson og Dóri Skarp.
Fjarverandi voru Birkir, Addi, Goran og
Arnór ÞrastarsonVið vorum til að byrja með svolítið stressaðir og á móti mjög sterkum vindi en eftir fyrstu 5-10 mínúturnar fórum við að láta boltann ganga í vörninni og hefja góðar sóknir líkt og liðið gerði í sumar. Þegar menn róuðu sig á boltanum að þá komu oft frábærir spilakaflar sem sköpuðu góð færi.
Andri Rúnar skoraði fyrsta markið eftir góða stungusendingu frá Óttari.
Gunnar Már bætti síðan öðru markinu stuttu seinna eftir að hann og Óttar sundurspiluðu Gróttumenn á vinstri kantinum. Grótta fékk tvö eða þrjú hálffæri á fyrsta hálftímanum en síðan náðu þeir ekki að opna okkur og sköpuðu sér ekkert eftir það. Pétur Geir kom inn á í hálfleik og það var liðin mínúta af þeim seinni þegar Pétur Run vinnur boltann og er fljótur að stinga inn á
Pétur Geir sem tekur boltann í fyrstu snertingu framhjá markmanninum sem var kominn út á móti. Eftir þetta fórum við að skipta inn á og menn komu aftur inn á þannig að spilið riðlaðist aðeins. Við héldum þó boltanum vel en sköpuðum okkur nokkra góða "sénsa" en ekkert sem vert er að minnast á. 0-3 sigur staðreynd í fyrsta leik liðsins fyrir tímabilið 2011.
Liðið spilaði flottan bolta á köflum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það vantar þó hjá okkur að halda boltanum betur á síðasta þriðjungi vallarins og fá ró á boltann þar. Þurfum að halda boltanum betur þar og færa leikmennina framar á völlinn. Annars var þetta með því betra sem við höfum sýnt í fyrsta leik miðað við síðustu ár. Framundan er mikil vinna hjá strákunum, þeir eru í þrusu "programmi" hjá Guðjóni sem ætlar að vera með formið og skipulagið á hreinu í sumar.
Deila