Hæfileikamót KSÍ drengja fór fram um síðustu helgi. Þar áttum við okkar fulltrúa en Guðmundur Arnar Svavarsson var valinn til þátttöku. Guðmundur stóð sig mjög vel og var félaginu til sóma í leik sem og í framkomu.
Þessa helgi er svo röðin komin að stelpunum og þar eigum við líka fulltrúa en það er hún Hafdís Bára Höskuldsdóttir. Hún á vafalítið eftir að standa sig frábærlega enda leggur hún sig alltaf 100% fram. Við óskum þessum frábæru krökkum til hamingju með árangurinn.
Hæfileikamótið er framhald af vinnu KSÍ í sumar en hann Halldór Björnsson hefur ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu. Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.
Deila