Á hverju ári eru valdir krakkar úr félögum landsins til að taka þátt í svokallaðri Hæfileikamótun KSÍ. Það eru æfingabúðir sem sambandið heldur á Vesturlandi/Vestfjörðum; Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og er ætlað að gefa þjálfurum yngri landsliða Íslands betri mynd af þeim möguleikum sem þeir eiga í leikmönnum. Knattspyrnudeild Vestra hefur átt þátttakendur í þessu verkefni frá upphafi og nú er komið að okkar fólki að láta hendur standa fram úr ermum. Eftirtaldir leikmenn voru valdir til að fara í hæfileikamótun KSÍ fyrir Vestfirði/Vesturland sem haldin var föstudaginn 26. apríl á Ólafsvík:
Guðmundur Páll Einarsson
Kristinn Hallur Jónsson
Bríet Sigurðardóttir
Birta Kristín Ingadóttir
Sigrún Betanía Kristjánsdóttir
Solveig Amalía Atladóttir
Allir voru í glimrandi stuði og stóðu sig mjög vel. Nú mun framtíðin leiða í ljós hvort að einhver þessarra krakka muni verða fyrir valinu í yngri landslið Íslands.
Deila