Fréttir

Hákon Ingi Einarsson gengur til liðs við Vestra

Knattspyrna | 30.10.2018
Hákon og Haffi kátir í dag við undirritun
Hákon og Haffi kátir í dag við undirritun
1 af 2

Hákon Ingi Einarsson hefur skrifað undir samning við Vestra og gengur til liðs við okkur frá Kára.

Hákon, sem er bróðir Páls Sindra sem skrifaði undir hjá okkur á dögunum, er öflugur bakvörður og kemur til með að styrkja okkur vel fyrir átök sumarsins.

Við væntum mikils af þeim skagabræðrum í sumar og hlakkar okkur til að sjá þá í fyrsta leik sínum með Vestra, en sá verður spilaður í nóvember.


Meðan við óskum Hákoni Inga góðs gengis með Vestra, þá viljum við tilkynna að fleiri frétta er að vænta úr okkar herbúðum í kvöld sem og á morgun.

Áfram Vestri!

Deila