Fréttir

Hammed Lawal framlengir við Vestra

Knattspyrna | 05.11.2019

Vinstri bakvörðurinn Hammed Lawal hefur framlengt samning sinn við Vestra.

Hammed sem kemur frá Englandi og er 23 ára gamall hefur leikið með Vestra undanfarin 3 tímabil og mun spila 4 tímabilið sitt með Vestra í Inkasso deildinni.

Hammed átti virkilega gott sumar með Vestra og er hann sterkur bæði varnarlega og sóknarlega og er því gríðarlega mikilvægur fyrir baráttuna í Inkasso deildinni næsta sumar.

Deila