Fréttir

Haustmót BÍ88 2008

Knattspyrna | 25.11.2008 Haustmótið árlega verður haldið í íþróttahúsinu við Torfnes helgina 6.-7. desember nk. Munu 3.-8. flokkar drengja og stúlkna leika listir sínar með knöttinn og má búast við margmenni enda von á félögum okkar frá Bolungarvík, Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri. Reiknað er með að mótið hefjist kl. 9 báða dagana og að það standi til kl. 17 a.m.k. á laugardeginum og til kl. 15 á sunnudeginum. Veitingar verða seldar vægu verði á staðnum og auðvitað fá allir einhver lítil verðlaun fyrir þátttökuna og dugnaðinn á æfingum undanfarnar vikur. Deila